Aðgöngugjöld að þjóðgörðum

Miðvikudaginn 07. mars 2001, kl. 16:04:49 (5346)

2001-03-07 16:04:49# 126. lþ. 84.9 fundur 470. mál: #A aðgöngugjöld að þjóðgörðum# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 126. lþ.

[16:04]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Hér var áðan verið að ræða um þjóðgarðinn í Skaftafelli en 100 þús. gestir sækja garðinn heim á hverju ári. Aðeins 40% þeirra koma í upplýsingamiðstöðina og aðeins 4% nýta sér þjónustu gestastofu, sem er athyglisvert þegar aðgangaseyririnn er aðeins 200 kr. og þær virðast vera töluverðar hömlur á því að fólk fari þarna inn og nái sér í þær upplýsingar sem eru ferðamönnum mikils virði. Gestastofunni voru áætlaðar 5 millj. kr. í tekjur á síðasta ári en tekjurnar urðu ekki nema 360 þús. þannig að við verðum að fara okkur svolítið hægt. Ég tel að þegar mikill metnaður er lagður í sýningar sé mikil synd að ekki skuli fleiri nýta sér að afla sér upplýsinga.

Varðandi t.d. Skaftaell þá tel ég mjög mikilvægt að heimaaðilar geti þjónustað staðinn eins mikið og hægt er.