Aðgöngugjöld að þjóðgörðum

Miðvikudaginn 07. mars 2001, kl. 16:06:01 (5347)

2001-03-07 16:06:01# 126. lþ. 84.9 fundur 470. mál: #A aðgöngugjöld að þjóðgörðum# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., PHB
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 126. lþ.

[16:06]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hér er hreyft nauðsynlegu máli. En mér finnst við Íslendingar fljóta sofandi að feigðarósi í þessum efnum. Málið er það að við erum með endanlegan fjölda af náttúruperlum en með sívaxandi eftirspurn eftir þeim perlum þannig að fjöldi ferðamanna vex tífalt á hverjum 15 árum. Ferðamenn sem við töldum í tugum þúsunda fyrir 15 árum munum við telja í hundruðum þúsunda núna og í milljónum eftir 15 ár. Það er því mjög nauðsynlegt að huga að því hvað við viljum og ætlum að gera við þessar perlur og hvað ætlum við að ganga langt í því að reisa mannvirki upp um öll fjöll og eyðileggja þar með hin ósnortnu náttúruauðævi sem við eigum. Við þurfum virkilega að móta okkur stefnu um það hvað ætlum við að ganga langt í því að reisa þarna mannvirki og hvernig ætlum við að takmarka aðganginn.