Eigendur virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum

Þriðjudaginn 13. mars 2001, kl. 21:23:04 (5680)

2001-03-13 21:23:04# 126. lþ. 87.6 fundur 522. mál: #A eigendur virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum# (breyting ýmissa laga) frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 126. lþ.

[21:23]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það var ekki haft sérstakt samráð við eftirlitsskylda aðila við undirbúning þessa frv. Hins vegar var haft samráð við einkavæðingarnefnd, sem er ekki slíkur aðili, og þetta frv. var þeirri nefnd að skapi.

Ég hef ekki lofað miklu í sambandi við skýrsluna margumtöluðu. Það eina sem ég hef sagt er að ég set mig í samband við Samkeppnisstofnun og fæ upplýsingar um það hvar vinnan stendur. Ég er ekki tilbúin að lofa úr þessum ræðustól nú að leggja aukið fjármagn til þess að flýta gerð hennar.

Ég óttast hins vegar að það væri röng ákvörðun að færa 10% markið neðar. Ég held að það sé ekki ástæða til þess. Að öðru leyti held ég að ég komi ekki inn á það sem hv. þm. nefndi. Ég heyrði allt sem hún sagði.