Dómstólar

Þriðjudaginn 03. apríl 2001, kl. 17:05:28 (6284)

2001-04-03 17:05:28# 126. lþ. 104.27 fundur 415. mál: #A dómstólar# (skipun hæstaréttardómara) frv., GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 126. lþ.

[17:05]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Ekki var ég að kvarta yfir viðveru hæstv. ráðherra hér. Þaðan af síður kvartaði ég yfir því að hæstv. ráðherra lýsti viðhorfum sínum. Ég reyndi hins vegar efnislega að vekja athygli á því að sumar fullyrðingar ráðherrans og sjónarmið standast ekki við nánari skoðun. Það er kjarni málsins og til þess er þessi umræða á sett. Hæstv. ráðherra hefur miklar áhyggjur af því að frv. mundi skaða þingræðið, þegar frv. þvert á móti styrkir þingræðið. Hæstv. ráðherra heldur því fram að þetta muni auka flokkspólitík í skipan hæstaréttardómara þegar það hefur gagnstæð áhrif. Maður hlýtur náttúrlega að benda á það og ég held að öllum sem lesa þetta frv. og glugga í það verði það fullkomlega ljóst.