Suðurlandsskógar

Fimmtudaginn 05. apríl 2001, kl. 19:44:29 (6494)

2001-04-05 19:44:29# 126. lþ. 107.23 fundur 589. mál: #A Suðurlandsskógar# (starfssvæði) frv., landbrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 107. fundur, 126. lþ.

[19:44]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breytingu á lögum nr. 93/1997, um Suðurlandsskóga.

1. gr. frv. lýsir tilgangi þess:

,,Tilgangur laga þessara er að stuðla að ræktun fjölnytjaskóga og skjólbelta í Gullbringusýslu, Árnessýslu, Rangárvallasýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og Austur-Skaftafellssýslu og umhirðu þess skóglendis sem þar er fyrir og treysta með því byggð og fjárfesta í nýrri auðlind sem efla mun atvinnulíf í framtíðinni.``

Í frv. er lagt til að verði á þetta fallist öðlist lögin þegar gildi. Frv. gerir ráð fyrir að stækka svæði Suðurlandsskóganna þannig að nýja kjördæmið, væntanlegt Suðurkjördæmi, verði eitt svæði í þessu efni. Eins og þekkt er ríkir þarna mikill áhugi á skógrækt og þar eiga margir hlut að máli. Því eðlilegt að þetta sé eitt hagsældarsvæði.

Herra forseti. Að lokinni þessari umræðu legg ég til að málinu verði vísað til 2. umr. og hv. landbn.