Lögskráning sjómanna

Föstudaginn 06. apríl 2001, kl. 14:47:28 (6565)

2001-04-06 14:47:28# 126. lþ. 108.21 fundur 635. mál: #A lögskráning sjómanna# (breyting ýmissa laga) frv., samgrh.
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 126. lþ.

[14:47]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson):

Virðulegi forseti. Hv. þm. kemur hér með athyglisverða ábendingu.

Því er til að svara að 3. gr. fjallar fyrst og fremst um þá skyldu að sá sem fær haffærisskírteini skuli hafa keypt fullnægjandi tryggingu áður en hann fær útgefið haffærisskírteini.

Um útfærsluna á þessu er ekki nákvæmlega sagt fyrir um í lögum. Þessi skylda er skýr og niðurstaða nefndarinnar sem fjallaði um þetta frv. og undirbjó það var að þetta væri hinn eðlilegi háttur að hafa á en að öðru leyti yrði útfærslan að sjálfsögðu að vera á hendi útgerðarmanna og tryggingafélaganna. Ég á ekki von á öðru en að það finnist niðurstaða í því.

Að öðru leyti vil ég segja að það er eðlilegt að hv. samgn. fari yfir þetta og skoði hvort ekki sé tryggt að framkvæmdin geti orðið eins og til er ætlast. Eins og ég sagði tel ég að þetta sé athyglisverð ábending en hún snýst um framkvæmd.