Hollustuhættir og mengunarvarnir

Föstudaginn 06. apríl 2001, kl. 15:07:29 (6573)

2001-04-06 15:07:29# 126. lþ. 108.22 fundur 602. mál: #A hollustuhættir og mengunarvarnir# (grænt bókhald o.fl.) frv., SJóh (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 126. lþ.

[15:07]

Sigríður Jóhannesdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka sérstaklega fyrir að þetta frv. skuli vera komið fram og þakka fyrir þá ágætu umræðu sem hér hefur orðið um það.

Mig langar aðeins að það komi fram við 1. umr. málsins að grænt bókhald var sérstaklega til umræðu á umhverfismálaþingi sem Norðurlandaráð hélt á mánudaginn var í Ósló. Þar kom fram að í Danmörku á sl. ári færðu 600 fyrirtæki grænt bókhald. Það óvænta kom í ljós að 3/4 af þeim juku mjög umtalsvert við hagnað sinn frá því sem áður hafði verið. Hagnaður þessara 600 fyrirtækja var langt yfir landsmeðaltali í dönskum fyrirtækjum. Grænt bókhald er því ekki íþyngjandi. Það virðist hafa orðið til þess að menn hafi sest niður og séð hvar væri hægt að spara í rekstri fyrirtækja sinna, hvar væri hægt að finna hagkvæmustu leiðina.