Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 26. apríl 2001, kl. 11:35:26 (6855)

2001-04-26 11:35:26# 126. lþ. 113.3 fundur 481. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (samvinnufélög) frv. 30/2001, Frsm. minni hluta JóhS
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 126. lþ.

[11:35]

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Jóhanna Sigurðardóttir):

Herra forseti. Frv. þetta er fylgifrumvarp tveggja annarra frv. sem viðskrh. flytur og við höfum verið að ræða hér á undan, um breytingu á lögum um samvinnufélög. Í nál. með þeim frv. sem eru annars vegar um breytingu á samvinnufélögum, sem lúta að innlánsdeildum og hins vegar um breytingu á rekstrarumgjörð samvinnufélaga, kemur fram afstaða minni hlutans til þessara mála og ég hef lýst í tengslum við nál. þeirra mála hér á undan, m.a. að óeðlilegt sé að veita samvinnufélögum skattaívilnanir umfram það sem gildir um hlutafélög. Vísar minni hlutinn um rökstuðning fyrir afstöðu sinni til nál. þeirra og einnig til umsagnar ríkisskattstjóra frá síðasta þingi þar sem fram kemur að ríkissjóður afsali sér skatttekjum með slíkum ívilnandi reglum.

Herra forseti. Það er því ljóst að þetta mál tengist þeim frv. sem við vorum að ræða áðan og ég hef lýst afstöðu minni hlutans til. Við flytjum brtt. við þau og afstaða okkar endanlega til þessa frv. sem við ræðum nú mun ráðast af því hvaða örlög þær brtt. hljóta í þingsölum.

Undir þetta nál. skrifar ásamt mér hv. þm. Margrét Frímannsdóttir.