Breyting á XI. viðauka við EES-samninginn (fjarskiptaþjónusta)

Föstudaginn 11. maí 2001, kl. 10:09:24 (7464)

2001-05-11 10:09:24# 126. lþ. 120.10 fundur 643. mál: #A breyting á XI. viðauka við EES-samninginn (fjarskiptaþjónusta# þál., Frsm. TIO
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[10:09]

Frsm. utanrmn. (Tómas Ingi Olrich):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn en hann fjallar um fjarskiptaþjónustu.

Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um að fella inn í samninginn ákvörðun framkvæmdastjórnar um lágmarksviðmiðanir sem aðildarríkin skulu taka tillit til þegar þau tilnefna aðila í samræmi við 4. mgr. 3. gr. tilskipunar 1999/93 Evrópusambandsins um ramma bandalagsins varðandi rafrænar undirskriftir.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið þær viðmiðanir sem hafa ber í huga við mat á aðilum sem teljast bærir til að meta hvort undirritunarbúnaður telst öruggur samkvæmt tilskipun um rafrænar undirskriftir. Lög um rafrænar undirskriftir voru samþykkt frá Alþingi í apríl sl.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.