Eigendur virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum

Föstudaginn 11. maí 2001, kl. 13:41:51 (7525)

2001-05-11 13:41:51# 126. lþ. 120.2 fundur 522. mál: #A eigendur virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum# (breyting ýmissa laga) frv. 69/2001, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[13:41]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Mikilvægt er að við sölu á ríkisbönkunum verði spornað við markaðsráðandi ítökum og fákeppni með takmörkun á atkvæðisrétti og tryggt að enginn einn aðili eða tengdir geti farið með meira en 15% af heildaratkvæðamagni á hluthafafundum. Út á það gengur þessi tillaga og ég segi já.