Landhelgisgæsla Íslands

Föstudaginn 11. maí 2001, kl. 14:09:57 (7530)

2001-05-11 14:09:57# 126. lþ. 120.21 fundur 673. mál: #A Landhelgisgæsla Íslands# (smíði varðskips) frv. 64/2001, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 126. lþ.

[14:09]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Hér er verið að nema á brott grein sem fest var í lög árið 1998 og átti að tryggja að Íslendingar gætu sjálfir ráðið því hvar þeir smíðuðu sín eigin skip, í þessu tilviki varðskip, enda fjallar þetta um Landhelgisgæsluna.

Allar götur síðan hefur ESA-dómstóllinn, rannsóknarréttur Evrópusambandsins, haft í hótunum við Íslendinga og hótað að kæra þá ef þeir færu ekki að vilja dómstólsins og næmu þetta ákvæði á brott úr lögum. Ég er því andvígur að láta undan þessum þrýstingi og að láta undan þessum hótunum og hefði talið það lágmarkskröfu að ríkisstjórnin fyrir hönd íslensks skipaiðnaðar léti reyna, fyrir þessum dómstóli sem hún illu heilli hefur samið yfir þjóðina, á rétt Íslendinga í þessu efni til að styrkja og efla íslenskan skipaiðnað.