Frumvarp um lög á verkfall sjómanna

Laugardaginn 12. maí 2001, kl. 17:35:30 (7613)

2001-05-12 17:35:30# 126. lþ. 121.92 fundur 538#B frumvarp um lög á verkfall sjómanna# (aths. um störf þingsins), KVM
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 126. lþ.

[17:35]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Til að ég geti talað hér þá óska ég hér með þess að hæstv. forseti svari spurningunni sem lögð var fyrir hann rétt áðan. Ég lít svo á að þögn forseta boði að hér eigi að leggja fram frv. til laga um afnám verkfalls á sjómenn. Ég get ekki skilið annað en þögn hans tákni það og mér finnst það vera nokkuð í anda þess sem sagt hefur verið hér að ríkisstjórnin muni leggja fram frv. til laga um bann á verkfall sjómanna.

Nú eru útvegsmenn farnir að óttast um sinn hag því senn líður að því, herra forseti, að kvótaárinu ljúki og þeir verða að fara að nýta þann tíma sem þeir þurfa til þess að veiða þann fisk sem þeir hafa heimild til að veiða á þessu ári. Nú er fyrst farið að reyna á útvegsmenn. Nú er fyrst farið að reyna á það hvort þeir hafa einhvern áhuga fyrir því að semja við sjómenn. Þess vegna er það mikið tjón og mjög alvarlegt mál ef hæstv. ríkisstjórn Íslands ætlar að leggja fram frv. til laga um verkfall á sjómenn og ég mótmæli því ef svo verður.