Vinnubrögð við fundarboðun

Laugardaginn 12. maí 2001, kl. 18:36:42 (7621)

2001-05-12 18:36:42# 126. lþ. 121.91 fundur 537#B vinnubrögð við fundarboðun# (um fundarstjórn), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 126. lþ.

[18:36]

Forseti (Halldór Blöndal):

Forseti vill biðja hv. þingmann um að halda sig við þingsköp og ræða fundarstjórn forseta þegar hún er til umræðu. Samkvæmt þingsköpum eru 20 mínútur í upphafi fundar til að ræða störf þingsins og sú venja hefur skapast að undir þeim lið sé hægt að víkja að öðrum málum.

Forseti vill biðja hv. þingmenn um að virða þingsköp. (ÖJ: Alltaf, líka hæstvirtan forseta.)