Kjaramál fiskimanna og fleira

Mánudaginn 14. maí 2001, kl. 22:15:36 (7765)

2001-05-14 22:15:36# 126. lþ. 122.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 126. lþ.

[22:15]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Í fyrsta lagi held ég að það hljóti að vera misskilningur hjá hv. þm. þegar hann telur að ágreiningur sé á milli stjórnarflokkanna eða milli ráðherranna í þessu efni. Eins og ég hef áður sagt: Ef menn telja eitthvað athugunar vert í frv. þá skoðar nefndin það auðvitað.

Ég ítreka hins vegar það sem ég sagði áðan, að frv. tiltekur ekki hversu langur samningurinn á að vera. Það er gerðardóms að gera það eðli málsins samkvæmt. Því er ástæðulaust að gera því skóna fyrir fram hver niðurstaða gerðardómsins mun verða.