Kjaramál fiskimanna og fleira

Þriðjudaginn 15. maí 2001, kl. 10:42:20 (7792)

2001-05-15 10:42:20# 126. lþ. 123.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, Frsm. minni hluta SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 126. lþ.

[10:42]

Frsm. minni hluta sjútvn. (Svanfríður Jónasdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Eins og hér hefur komið fram eðlilegt að þingmenn hafi áhyggjur af því hvernig sú löggjöf er úr garði gerð sem menn ætla að ganga frá á hinu háa Alþingi. Ítrekað hefur komið fram að sú löggjöf sem héðan fer er allt of oft óvönduð, er ekki nógu nákvæm eða fagleg. Það er því eins gott, herra forseti, að stjórnarandstaða sé á tánum ef stjórnarliðar eru oft ekki gagnrýnni en raun ber vitni.

Herra forseti. Ég vil víkja að öðru atriði málsins sem ég tel æskilegt að kalla fram skoðun hv. formanns sjútvn. á nú þegar við upphaf 2. umr. Hér segir að frv. geri ráð fyrir að samningsaðilum verði gefinn frestur til 1. júní til þess að reyna kjarasamninga. Í ljósi þeirra upplýsinga sem fram komu á fundi nefndarinnar í nótt vil ég spyrja hv. formann nefndarinnar hvaða líkur hann telji á að þessi frestur, þessi hálfi mánuður, dugi mönnum til að ná kjarasamningum eða telur hann að frv. sem hér er verið að vinna með og verður væntanlega lögfest frá Alþingi og breytir starfsaðstæðum, ekki bara vélstjóra samkvæmt samningi þeirra heldur allra sjómanna, sé líklegt til þess að liðka fyrir samningum eins og staða mála er í dag?