Viðurkenning á menntun og prófskírteinum

Þriðjudaginn 15. maí 2001, kl. 11:37:14 (7808)

2001-05-15 11:37:14# 126. lþ. 123.12 fundur 591. mál: #A viðurkenning á menntun og prófskírteinum# (EES-reglur) frv. 49/2001, SJóh
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 126. lþ.

[11:37]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Eins og hv. formaður menntmn., Sigríður Anna Þórðardóttir, sagði var eining um þetta mál í hv. menntmn. Við fórum mjög vel yfir málið og það var sannfæring okkar að með því að samþykkja þessa tilskipun værum við að breyta málum mjög til bóta. Þarna er um að ræða gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum og starfsréttindum og kerfið er einfaldað verulega með þessum lagfæringum.

Flest ákvæði sem þarna er um að ræða eru þegar í gildi innan Evrópska efnahagssvæðisins en það er þó ákveðinn hópur fólks sem fær menntun og starfsþjálfun viðurkennda gegnum þetta frv. sem ekki hafði kost á því áður.

Ég fagna því að þetta frv. skuli vera komið til 2. umr. og mæli með því að það verði samþykkt.