Kjaramál fiskimanna og fleira

Þriðjudaginn 15. maí 2001, kl. 15:11:27 (7827)

2001-05-15 15:11:27# 126. lþ. 123.1 fundur 737. mál: #A kjaramál fiskimanna og fleira# (breyting ýmissa laga) frv. 34/2001, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 126. lþ.

[15:11]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég held að 2. gr. í þessu frv. vísi það skýrt til ákveðins kjarasamnings og mæli það skýrt fyrir um hvað gerðardómurinn skuli gera, gerðardómurinn skal ákveða og það segir hér, með leyfi hæstv. forseta:

,,Skal gerðardómurinn ákveða eftirfarandi um kjaramál fiskimanna í þeim samtökum sem nefnd eru í 1. gr.:`` --- Síðan kemur atriðaupptalning sem er öll byggð á kjarasamningi Vélstjórafélags Íslands. Þarna eru gefin afar stíf fyrirmæli um það hvernig gerðardómurinn á að vinna. Ég held að það sé misráðið þegar menn setja upp gerðardóma að svo stíf fyrirmæli skuli sett inn.