Orð sjávarútvegsráðherra

Miðvikudaginn 16. maí 2001, kl. 10:26:45 (7882)

2001-05-16 10:26:45# 126. lþ. 124.94 fundur 555#B orð sjávarútvegsráðherra# (um fundarstjórn), sjútvrh. (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 126. lþ.

[10:26]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen):

Herra forseti. Ef það er ekki vilji þingmannsins að snúa út úr, þá skal ég virða það og það gætir þá bara einhvers misskilnings hjá honum. Það er sjálfsagt að skoða textann og þá mun hann sjá í hvaða samhengi þessi orð féllu. Það sem síðan hefur gerst hefur gerst eftir að aðstæður hafa breyst, aðstæður sem ekki voru fyrirséðar þá og voru ekki til umræðu á þeim tímapunkti. Ég tek undir með honum að ef hann vill ræða þetta frekar, þá gerum við það þegar málið verður tekið á dagskrá.