Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Fimmtudaginn 17. maí 2001, kl. 18:35:08 (8016)

2001-05-17 18:35:08# 126. lþ. 127.1 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv. 72/2001, Frsm. 2. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 126. lþ.

[18:35]

Frsm. 2. minni hluta samgn. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg hárrétt hjá hv. þm. Rannveigu Guðmundsdóttur að þarna skilur á milli Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs og Samfylkingarinnar í því að við teljum að Landssíminn sé almannaþjónustufyrirtæki, öll meginstarfsemi hans, og að Ísland og þjóðin öll séu eitt þjónustusvæði og eitt markaðssvæði. Það er fjarri því að upp sé komin sú staða að samkeppni geti tryggt jafna og örugga þjónustu um allt land hvað þetta varðar. Þess vegna er í fyrsta lagi algjörlega ótímabært að selja Landssímann með þeim hætti sem hér er lagt til og hreinlega rangt af samfélagslegum ástæðum.