Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Fimmtudaginn 17. maí 2001, kl. 21:11:28 (8032)

2001-05-17 21:11:28# 126. lþ. 127.1 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv. 72/2001, ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 126. lþ.

[21:11]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er allsendis ósammála hv. þm. Jóni Bjarnasyni. Mér fannst það koma afskaplega skýrt fram að þeir settu sig ekki upp á móti því að Síminn yrði seldur í heilu lagi með grunnnetinu. Það kom afskaplega skýrt fram. (Gripið fram í.) Til að mynda lögðu einmitt forsvarsmenn Tals mjög mikla áherslu á að það ætti að fara með og bentu á að erlend stórfyrirtæki, hvort sem þau eru á sviði fjarskipta eða bankastarfsemi, teldu það vera markaðstækifæri að hafa aðgang að öllum landsmönnum.