Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Fimmtudaginn 17. maí 2001, kl. 21:12:28 (8033)

2001-05-17 21:12:28# 126. lþ. 127.1 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv. 72/2001, KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 126. lþ.

[21:12]

Kristján L. Möller (andsvar):

Herra forseti. Það kom fram í ágætri ræðu hv. þm. Þorgerðar K. Gunnarsdóttur þegar hún fór yfir heimsókn þeirra sem komu frá verðbréfafyrirtækjunum að þetta væri mjög mikilvægt fyrir markaðinn og þetta mundi efla annars frekar daufan hlutabréfamarkað á Íslandi.

Þess vegna vil ég spyrja hv. þm. --- mér fannst hún tala eins og það væri eiginlega aðalatriðið --- hvort það sé aðalatriðið með sölunni að efla verðbréfamarkaðinn á Íslandi og skapa góðan eftirmarkað eftir að vera búinn að selja þessi fyrstu prósent.

Enn fremur: Telur hv. þm. að það sé heilbrigð samkeppni á Íslandi í dag þegar Landssíminn, fyrirtæki sem var byggt upp í skjóli ríkiseinokunar, hefur 85% markaðshlutdeild eins og staðan er í dag? Er það heilbrigð samkeppni á markaðnum? Er von á heilbrigðri samkeppni eða er von á að þessi stóri bróðir beiti aðra ofríki?