Málefni smábáta og starfsáætlun þingsins

Föstudaginn 18. maí 2001, kl. 10:10:45 (8082)

2001-05-18 10:10:45# 126. lþ. 128.91 fundur 563#B málefni smábáta og starfsáætlun þingsins# (aths. um störf þingsins), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 126. lþ.

[10:10]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég gleymdi að taka það fram vegna ummæla hv. 3. þm. Norðurl. e. að ég mun gera ráðstafanir til að haft verði samband við ráðherra vegna þeirra fyrirspurna sem eru komnar fram og óskað er skriflegs svars við.

Ég vil segja vegna ummæla hv. 3. þm. Vesturl., Jóhanns Ársælssonar, að þingmenn eiga að sjálfsögðu að láta störf þingsins sitja fyrir og ef þeir hafa ætlað sér að gera eitthvað annað við tímann þá verða þeir að láta það víkja ef þingið stendur lengur.