Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Föstudaginn 18. maí 2001, kl. 14:54:34 (8122)

2001-05-18 14:54:34# 126. lþ. 128.3 fundur 521. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# (sala hlutafjár ríkissjóðs) frv. 70/2001, Frsm. 2. minni hluta ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 126. lþ.

[14:54]

Frsm. 2. minni hluta efh.- og viðskn. (Ögmundur Jónasson) (andsvar):

Hæstv. ráðherra er að gefa í skyn að ég sé kominn á þá skoðun að æskilegt sé að selja þessar eignir. Er verið að gera þessa umræðu að einhverju hégómamáli? Ég hef haldið ræður gegn því að einkavæða þessar stofnanir og selja þær. Ég hef verið að tala um ábyrgðarlausa yfirlýsingu sem gefin er fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, þar sem fram kemur að henni finnist eðlilegt að selja þær á undirverði. Við í stjórnarandstöðunni höfum áhyggjur af því að alvara verði gerð úr þessu. Við höfum bent á að ríkisbankarnir hafa hrapað í verði um 11%, bara frá áramótum, um 5 þús. millj. kr. Það er ástæðan og tilefnið til að spyrja hver framvindan verði. Þá kemur hæstv. viðskrh. og svarar út í hött og snýr út úr.

Sem betur fer er ekki lokið umræðu um einkavæðingarpakkann allan og þessi ummæli verða svo sannarlega tilefni til frekari orðræðu um þessi mál.