Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Föstudaginn 18. maí 2001, kl. 20:08:53 (8185)

2001-05-18 20:08:53# 126. lþ. 128.1 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv. 75/2001, SvH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 126. lþ.

[20:08]

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Frjálslyndi flokkurinn hefur á stefnuskrá sinni minnkandi ríkisafskipti og einkavæðingu. Ekki veitir af að styðja minnkandi ríkisfskipti því þau hafa farið stórlega vaxandi undanfarin ár eftir nýjustu fréttum.

En forsendan fyrir atfylgi Frjálslynda flokksins við frumvörpin um Landssíma og bankana var bundin þeirri stefnumótun sem fram fór í upphafi. Hámarksverði yrði náð, eignaraðild yrði dreifð og full hliðsjón höfð af markaði við söluna. Ég get ekki veitt núverandi valdhöfum umboð mitt fyrir þeirri ráðabreytni sem þeir ætla að hafa í frammi og í ljós hefur komið. Ég greiði ekki atkvæði.