Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 05. október 2000, kl. 12:04:08 (87)

2000-10-05 12:04:08# 126. lþ. 4.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 126. lþ.

[12:04]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Jón Kristjánsson kom síðast í ræðu sinni inn á sölu ríkiseigna og það að í fjárlagafrv. er gert ráð fyrir því að afla liðlega 7 milljarða kr. með sölu á ríkiseignum. Það var að heyra á máli hv. þm. að þetta væri bara lítill hluti þess sem mætti vænta af því borði. Ég vil því spyrja hv. þm. Jón Kristjánsson: Hvaða eign er ætlunin að selja? Er ætlunin að selja Landssímann? Er það ætlun Framsfl. að standa að sölu Landssímans? Heldur hv. þm. Jón Kristjánsson og Framsfl. að seldur einkavæddur Landssími þjóni betur hinum dreifðu byggðum en nú er með þeim tökum sem við höfum nú á honum?