Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 05. október 2000, kl. 12:52:56 (98)

2000-10-05 12:52:56# 126. lþ. 4.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., SvH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 126. lþ.

[12:52]

Sverrir Hermannsson (andsvar):

Herra forseti. Útgjöldin hafa haldið áfram að aukast til heilbrigðismála. Má fá skýringu á því hvernig það má vera að samt dregur úr þjónustunni, samt fjölgar deildum sem lokað er? Samt fækkar í starfsliðinu. Hvernig má þetta vera? Hvernig stendur á því að slíkur öfugsnúður skuli vera á þessum lífshagsmunamálum okkar og hvað hyggjast stjórnvöld fyrir í málinu? Það er augljóst að hér þarf gífurlega hvassan uppskurð á málunum, því að eins og kom fram í ræðu hv. 5. þm. Vestf. hafa þau engum stakkaskiptum tekið nema á þann veg að þjónustan hefur versnað.