Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 05. október 2000, kl. 13:53:17 (102)

2000-10-05 13:53:17# 126. lþ. 4.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 126. lþ.

[13:53]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Mig langar í fyrsta lagi til að spyrja hv. þm. Einar Odd Kristjánsson og talsmann Sjálfstfl. í fjárlagaumræðunni hvað honum finnist um öryggi þeirra vinnubragða sem við upplifðum á sl. hausti þegar forsendur fjárlaga sem þá voru lagðar fram gerðu ráð fyrir að mig minnir einhvers staðar í kringum 20 milljarða kr. viðskiptahalla við upphaf. Síðan hækkaði talan vikulega og áætlunin hækkaði jafnt og þétt og endaði svo í 54 milljörðum sem nú er áætlað fyrir árið 2000.

Nú byrjum við miklu hærra. Nú byrjum við í 57 milljörðum. Ef við mundum vera með sama öryggið og sömu vinnubrögðin að baki, hvar mundum við þá lenda? Hvaða tryggingu getur hv. þm. og varaformaður fjárln. gefið okkur til þess að við stöndum ekki frammi fyrir sama skrípaleiknum og á sl. hausti?