Þátttaka Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu

Fimmtudaginn 12. október 2000, kl. 11:58:57 (441)

2000-10-12 11:58:57# 126. lþ. 9.5 fundur 24. mál: #A þátttaka Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu# þál., SighB (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 126. lþ.

[11:58]

Sighvatur Björgvinsson:

Hæstv. forseti. Út af þessum orðum vil ég gjarnan geta þess að um það voru miklar deilur á sínum tíma hvort ætti að taka upp beinar útsendingar frá fundum Alþingis inn á skrifstofur þingmanna því að það mundi hvetja til mikillar fjarveru. Þá var það samkomulag gert, að vísu ekki undirskrifað og formlegt heldur gert á milli þingflokka, að þegar það yrði tekið upp yrði það almenn regla að forsvarsmenn þeirra nefnda sem fjölluðu um þau mál ...

(Forseti (GÁS): Forseti verður því miður að vekja athygli á því að hv. þm. er að bera af sér sakir en ekki ræða störf þingsins. Forseti vill líka geta þess í tilefni þeirrar umræðu sem hér á sér stað að þingmenn haldi sig við það umræðuefni sem í gangi er. Það eru ákveðnar reglur hér, mætingarskylda o.fl., en forseti vill koma þeim skilaboðum áleiðis til ræðumanns að hann haldi sig við umræðuefnið.)

Ég held mig við umræðuefnið og segi þá einfaldlega að það hefur verið regla hjá mér, virðulegi forseti, að vera ávallt viðstaddur umræður um þau mál sem falla undir þær nefndir sem ég á sæti í og ég ætlast til þess að það sama gildi um aðra.