Orðaskipti þingmanna

Mánudaginn 16. október 2000, kl. 15:03:54 (524)

2000-10-16 15:03:54# 126. lþ. 10.91 fundur 52#B orðaskipti þingmanna# (aths. um störf þingsins), PHB
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 126. lþ.

[15:03]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Á 9. fundi sl. fimmtudag ræddum við um frv. til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar. Hv. þm. Össur Skarphéðinsson hélt þá ræðu og notaði tækifærið til að ráðast á mig og skoðanir mínar og voru þær árásir bæði ómálefnalegar og órökstuddar.

Í andsvari mínu beindi ég til hv. þm. spurningum en gat þess jafnframt að ég mundi svara árásum hans í seinni ræðu minni en þá hvarf hv. þm. Össur Skarphéðinsson úr þingsal og tók ekki frekari þátt í umræðunni. Hélt ég svo síðari ræðu mína en umræðunni var frestað og verður henni fram haldið í dag, en þá get ég ekki tekið aftur til máls vegna þeirrar reglu að menn geta eingöngu rætt tvisvar við hverja umræðu. Þess vildi ég geta að hv. þm. Össur Skarphéðinsson er nú aftur mættur til leiks.