Tímareikningur á Íslandi

Þriðjudaginn 31. október 2000, kl. 18:55:49 (1029)

2000-10-31 18:55:49# 126. lþ. 16.10 fundur 124. mál: #A tímareikningur á Íslandi# frv., ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 126. lþ.

[18:55]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég verð að endurtaka það sem ég sagði áðan hér að ég bið hv. þm. Kristján Pálsson um að lesa alla greinargerðina. Þar er verið að draga það fram að atvinnulífið hjá Írum sé býsna gott þrátt fyrir að þeir hafi sumartíma. Af hverju? Af því að það var verið að tala um það og þær rannsóknir sem verið var að vísa til að þetta hafi áhrif á geðheilsu fólks og að þess vegna er sýnt fram á að á Írlandi virðist þessi tímamismunur, að menn skuli hafa sumartíma, ekki hafa nokkur einustu áhrif á Íra þrátt fyrir að menn séu að breyta tímanum og geta þess vegna rekið viðskipti og stundað störf sín ekkert síður en aðrir.