Tekjustofnar sveitarfélaga

Fimmtudaginn 09. nóvember 2000, kl. 19:14:50 (1571)

2000-11-09 19:14:50# 126. lþ. 22.5 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., félmrh. (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 126. lþ.

[19:14]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það er skýlaus heimild í þingsköpum til að vinna svona, að nefnd taki mál til meðferðar áður en 1. umr. lýkur, svo ekki þarf að deila um það. En hitt er annað mál að frv. um tekjuskatt og eignarskatt á heima í og verður að vera á forræði efh.- og viðskn. Það getur ekki lent á forræði félmn. og það af leiðandi getur félmn. ekki haft forgöngu um að senda það út, þótt hún geti látið álit sitt í ljósi á málinu við hv. efh.- og viðskn.