Innflutningur á fósturvísum úr norskum kúm

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 15:15:46 (1589)

2000-11-13 15:15:46# 126. lþ. 23.1 fundur 106#B innflutningur á fósturvísum úr norskum kúm# (óundirbúin fsp.), landbrh.
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[15:15]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Hv. þm. á aðgang að mörgum vísindamönnum. Það var tvennt sem ég vildi hafa alveg á hreinu áður en ég setti tilraunina í gang og kallaði saman hóp, sæg af vísindamönnum og fræðimönnum. Þar á meðal var vinur minn, Sigurður Sigurðarson á Keldum.

Vísindamenn segja að sáralitlar líkur séu á því að sjúkdómar berist með fósturvísaflutningi. Þar fer fram mikil skoðun. Og í tvígang spurði ég andstæðinga þessarar tilraunar um hvort hætta væri á ferðum. Þeir álíta hana sáralitla. Í ljósi þess að áhættan er sáralítil þá var það mál lagt til hliðar. Ég setti stóra nefnd undir feldinn með mér til þess að fara yfir sykursýkiþáttinn --- það voru því miður allt saman karlmenn --- þar var maður frá landlækni og fleirum, frá kúabændum og Brynjólfur Sandholt. Þessir góðu menn skiluðu mér niðurstöðu í ágúst þar sem þeir komust að þeirri niðurstöðu hvað fósturvísana varðar og val á þeim, þá verði þeir valdir út frá því að það breytist ekkert varðandi sykursýkina, genin verða þannig valin. Tækni heimsins er stórbrotin, hæstv. forseti.