Starfsmannamál Ríkisútvarpsins

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 15:24:49 (1596)

2000-11-13 15:24:49# 126. lþ. 23.1 fundur 107#B starfsmannamál Ríkisútvarpsins# (óundirbúin fsp.), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[15:24]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Sem betur fer býr Ríkisútvarpið að því að eiga góða starfsmenn sem hafa verið ráðnir fyrir löngu síðan og hafa starfað þar lengi. Aftur á móti virðist það hafa verið þannig að í tíð þessarar ríkisstjórnar, þ.e. meðan Ríkisútvarpið var undir stjórn Sjálfstfl., þá hafi verið stundaðar þar pólitískar ráðningar. Það er hæstv. ráðherra sem ræður í allar yfirmannsstöður og hann skipar einnig formann útvarpsráðs og síðan eru það þeir yfirmenn sem hæstv. ráðherra hefur ráðið sem ráða aðra starfsmenn.

En auðvitað er mjög stór hópur starfsmanna sem hefur starfað þarna mjög lengi. Er hæstv. ráðherra að segja það með þeim orðum sem hann svaraði mér áðan að hann trúi því ekki að þetta sé afstaða starfsfólks Ríkisútvarpsins, að það sé að segja satt í þessari könnun? Og ég spyr hæstv. ráðherra aftur: Telur hann það ekki alvarlegt mál þegar 80% starfsmanna Ríkisútvarpsins eru þessarar skoðunar?

Það er, herra forseti, óverjandi að hafa Ríkisútvarpið svona áfram. Það mun gera út af við stofnunina.