Umferðaröryggismál

Miðvikudaginn 22. nóvember 2000, kl. 13:47:15 (2129)

2000-11-22 13:47:15# 126. lþ. 30.1 fundur 84. mál: #A umferðaröryggismál# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., ÞKG
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 126. lþ.

[13:47]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir:

Herra forseti. Hæstv. dómsmrh. gat þess áðan að hún hefði skipað nefnd sem hefði það hlutverk að endurskoða lög og reglur til þess að auka umferðaröryggi hér á landi og það er hárrétt. Ég er formaður þeirrar nefndar og líklegt er að nefndin skili niðurstöðum sínum innan tíðar eða a.m.k. fyrir áramót.

Við höfum skoðað mörg mjög mikilvæg atriði í vinnu okkar sem geta leitt til aukins umferðaröryggis. Þar með eru taldar sektir, harðari viðurlög, en einnig til að mynda, að gefnu tilefni, lausagöngu búfjár og hraðakstursbrot.