Endurbygging og varðveisla gamalla húsa

Miðvikudaginn 22. nóvember 2000, kl. 14:56:41 (2161)

2000-11-22 14:56:41# 126. lþ. 30.6 fundur 248. mál: #A endurbygging og varðveisla gamalla húsa# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 126. lþ.

[14:56]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Ég kem upp til að taka undir með þeim sem hér hafa talað. Ég held að það sé mjög mikilvægt að vernda gömul hús. Húsagerð hér á Íslandi er á margan hátt mjög einstök. Það þekkist ekki annars staðar í heiminum að byggðir hafi verið torfbæir en það var gert á Íslandi frá landnámstíð og fram á þessa öld. Ég held að margt hafi verið mjög vel gert og við sjáum þess víða merki þar sem heimamenn víða úti á landi hafa verið í forustu og komið gömlum húsum til vegs á ný með miklum og góðum stuðningi ríkisvaldsins.