Ferjuaðstaða við Bakkafjöru undan Vestmannaeyjum

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 20:21:34 (2673)

2000-12-04 20:21:34# 126. lþ. 39.6 fundur 55. mál: #A ferjuaðstaða við Bakkafjöru undan Vestmannaeyjum# þál., Frsm. ÁJ
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 126. lþ.

[20:21]

Frsm. samgn. (Árni Johnsen):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um till. til þál. um rannsóknir á ferjuaðstöðu við Bakkafjöru undan Vestmannaeyjum.

Nefndin hefur fjallað um málið á fundum sínum. Umsagnir bárust nefndinni frá Veðurstofu Íslands, Vegagerðinni, Siglingastofnun og Landhelgisgæslunni.

Í tillögunni er gert ráð fyrir að samgrh. hlutist til um það við Siglingastofnun að hún hefji sem fyrst rannsóknir við Bakkafjöru og á öðrum aðstæðum í tengslum við ferjuleið frá Vestmannaeyjum að Bakkafjöru.

Í umsögn Siglingastofnunar kom fram að stofnunin væri reiðubúin að taka þetta verkefni að sér.

Allir nefndarmenn sem viðstaddir voru afgreiðsluna standa að þessu. Hv. þm. Jón Bjarnason skrifar undir með fyrirvara.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.