Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 05. desember 2000, kl. 22:19:21 (2749)

2000-12-05 22:19:21# 126. lþ. 40.9 fundur 196. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall) frv. 150/2000, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 126. lþ.

[22:19]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Sú breyting sem verða kann á skattleysismörkum verður vegna þess að sjálfstætt stjórnvald, hitt stjórnsýslustigið, nýtir sér lagaheimildir til að gera breytingar á álögum sínum. Og ég segi --- sem verða kann --- vegna þess að eins og ég gat um áðan varðandi árið 2002 þá vitum við ekki í hve miklum mæli þær heimildir verða nýttar.

En mér finnst þingmaðurinn ekki hafa komist að kjarna málsins í andsvari sínu varðandi það hvort hann telji að svigrúm sveitarfélaganna eigi að vera rúmt og hvort hann vilji þá í hvert skipti sem þau breyta álagningu sinni gera ríkið ábyrgt fyrir því gagnvart t.d. persónuafslætti og skattleysismörkum. Ég held að allir sjái að það gengur ekki upp, enda var það ekki gert þegar borgin hækkaði útsvarið í fyrra.