Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 05. desember 2000, kl. 22:26:00 (2755)

2000-12-05 22:26:00# 126. lþ. 40.9 fundur 196. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall) frv. 150/2000, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 126. lþ.

[22:26]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Það er nú dálítið verið að snúa út úr því hvað er stórmál og hvað er smámál. Auðvitað er það stórmál að afsala tekjum upp á 1.250 millj. kr. Það er enn þá stærra mál að afsala tekjum upp á rúmlega 3 milljarða eins og ríkissjóður er að gera í fjárlögum fyrir næsta ár að því er varðar framlag til sveitarfélaganna með ýmsum hætti sem ég þarf ekki að rekja hér.

En það sem þingmenn hafa verið að gagnrýna í dag er kannski ekki aðallega þetta heldur spurningin um svokölluð skattfrelsismörk og persónuafslátt þar sem um er að ræða mjög lágar upphæðir á hvern og einn einstakling eins og ég hef margrakið hér.