Lausráðnir starfsmenn varnarliðsins

Miðvikudaginn 06. desember 2000, kl. 14:37:31 (2827)

2000-12-06 14:37:31# 126. lþ. 42.1 fundur 303. mál: #A lausráðnir starfsmenn varnarliðsins# fsp. (til munnl.) frá utanrrh., Fyrirspyrjandi ÁRÁ
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 126. lþ.

[14:37]

Fyrirspyrjandi (Árni R. Árnason):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. utanrrh. greinargóð svör við þessum spurningum. Það sem mér þykir þó mest um vert í svörum hans er það sem fram kom um að unnið hefði verið að því að breyta stöðu lausráðinna starfsmanna á vegum slökkviliðs varnarliðsins sem hafa starfað við flugvallarþjónustu og snjóruðning þar á meðal. En einmitt þessi störf hafa lengstum verið einungis mönnuð lausráðnum starfsmönnum sem hafa gegnt þeim um árabil og þeir þess vegna haft frekar áhyggjur eða skort öryggi um sín réttindi sökum þess. Ég vil aftur árétta að mér þykir það skipta mestu.

Um öll önnur störf sem lausráðið er til hjá varnarliðinu fer með líkum hætti og verið hefur hjá öðrum atvinnurekendum, þ.e. það ræðst af tímabundnum þörfum, afleysingum og öðru slíku eins og við sjáum annars staðar.