Fjárlög 2001

Mánudaginn 11. desember 2000, kl. 11:36:16 (3125)

2000-12-11 11:36:16# 126. lþ. 45.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 126. lþ.

[11:36]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Á hátíðarstundum tala flestir um að styrkja þurfi menntakerfið í landinu. Ríkisstjórnin hefur því miður ekki verið reiðubúin að fylgja yfirlýsingum sínum eftir í verki. Það er augljóst að hækka þarf laun þeirra sem starfa við menntakerfið en verkfall framhaldsskólakennara ber þess órækt vitni. Til þess að sú deila sem þar er nú fyrir leysist þarf viðbótarfjármagn að koma til sögunnar. Við gerum okkur grein fyrir því að það viðbótarfjármagn sem við gerum tillögu um, fjórðungur úr milljarði, þyrfti að vera miklu meira en þetta er þó viðleitni í rétta átt.