Fjárlög 2001

Mánudaginn 11. desember 2000, kl. 12:22:22 (3146)

2000-12-11 12:22:22# 126. lþ. 45.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 126. lþ.

[12:22]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um tillögu sem kemur í veg fyrir freklega mismunun frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfis- og náttúruverndar sem lögð er til af meiri hluta fjárln. Náttúruverndarsamtök Íslands eru almannasamtök með 400--500 manna félagaskrá. Þau reka skrifstofu með starfsmanni og hafa staðið fyrir fjölda verkefna frá stofnun 1997. Þau eiga gott og mikið samstarf við náttúruverndarsamtök um allt land. Röksemd meiri hluta fjárln. fyrir því að Umhverfisverndarsamtök Íslands fái sérgreinda fjárveitingu en Náttúruverndarsamtök Íslands ekki er út í hött og stenst ekki jafnræðisreglu. Ef Alþingi samþykkir ekki þessa brtt., þá er verið að lögfesta mismunun þeim félagsskap í hag sem vill skapa svigrúm fyrir stóriðju en þar með er hogginn sá sem hefur beitt sér gegn henni.

Ég segi já.