Innflutningur dýra

Fimmtudaginn 14. desember 2000, kl. 15:09:32 (3402)

2000-12-14 15:09:32# 126. lþ. 49.14 fundur 154. mál: #A innflutningur dýra# (rekstur sóttvarna- og einangrunarstöðva) frv. 175/2000, Frsm. 1. minni hluta SJóh (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 126. lþ.

[15:09]

Frsm. 1. minni hluta landbn. (Sigríður Jóhannesdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. formaður landbn. hefur talað og er alveg ódeigur í að hann vill láta samþykkja þetta frv. eins og það liggur hér fyrir þrátt fyrir að við meðferð málsins og þá sérstaklega kannski í síðustu lotu þeirrar meðferðar hafi komið fram mjög alvarlegar upplýsingar sem mér finnst hv. landbn. þurfa að taka einhvern veginn fyrir. Þar á ég við þær alvarlegu ásakanir sem koma fram í umsögn frá Sambandi íslenskra dýraverndunarfélaga um meðferð gæludýra sem flutt eru hingað til lands og þurfa að fara í áframhaldandi meðferð norður í Hrísey.

Ég hef a.m.k. ekki heyrt annað en að meðferðin í Hrísey sé mjög góð sem slík. En ég verð að segja að þær ásakanir sem koma fram í þessari umsögn finnst mér svo alvarlegar að ég vil fá að vita hvort hv. formaður landbn. hyggist gera eitthvað meira í því máli.