Innflutningur dýra

Laugardaginn 16. desember 2000, kl. 11:23:27 (3478)

2000-12-16 11:23:27# 126. lþ. 51.3 fundur 154. mál: #A innflutningur dýra# (rekstur sóttvarna- og einangrunarstöðva) frv. 175/2000, ÞKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 126. lþ.

[11:23]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég mun sitja hjá við afgreiðslu frv. Ég tel það ekki tryggja fjölgun leyfa til reksturs fleiri einangrunarstöðva á gæludýrum í landinu. Ég vil þó leyfa mér að túlka ummæli hæstv. landbrh. í umræðum um þetta mál þannig að hann muni ekki standa í vegi fyrir fjölgun slíkra leyfa að uppfylltum skilyrðum sem hann og yfirdýralæknir setja, enda mun hæstv. landbrh. ekki vera stætt á því að hafna slíkri umsókn þar sem það mundi stríða gegn meginreglu stjórnsýsluréttar, þ.e. að gæta skuli jafnræðis við meðferð máls.