Ferill 64. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 64  —  64. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um atvinnumöguleika kvenna í fiskvinnslu.

Frá Svanfríði Jónasdóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur.



     1.      Hefur ráðherra skipað nefnd ,,til að safna upplýsingum um stöðu fiskvinnslunnar að því er varðar atvinnumöguleika kvenna og áhrif nýrrar tækni á atvinnugreinina og þá atvinnumöguleika“, sbr. lið 11.1 í þingsályktun um framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna sem samþykkt var á Alþingi 28. maí 1998?
     2.      Liggur eitthvað fyrir af þeim upplýsingum sem nefndin átti að afla svo hægt væri að meta möguleika kvenna í fiskvinnslu til starfsþjálfunar og endurmenntunar?