Ferill 85. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 85  —  85. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um vegagerðarmenn í umferðareftirliti.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



     1.      Hver er réttarstaða þeirra vegagerðarmanna sem áformað er að sinni umferðareftirliti, samkvæmt umferðarátaki því sem ráðherra kynnti í júlí sl., ef til átaka kemur?
     2.      Eru þeir tryggðir til jafns við lögreglumenn?
     3.      Verða þeir bundnir þagnarskyldu til jafns við lögreglumenn?
     4.      Hvaða þjálfun fá þeir í að sinna þessum störfum?