Ferill 100. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 100  —  100. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um jarðskjálftarannsóknir.

Frá Ísólfi Gylfa Pálmasyni.



     1.      Hvernig hyggst ráðherra nýta skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi, um áhrif jarðskjálftanna á Suðurlandi 17. og 21. júní sl., sem kynnt var 10. október?
     2.      Mun ráðherra láta gera áhættugreiningu sem nær til allra jarðskjálftasvæða landsins?