Ferill 215. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 226  —  215. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á lögum nr. 38 11. maí 1998, um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 126. löggjafarþingi 2000–2001.)1. gr.

    Í stað orðanna „og 2000“ í 1. málsl. 2. gr. laganna kemur: 2000 og 2001.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Með frumvarpi þessu er lagt til að gildistími laga nr. 38 11. maí 1998, um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, verði framlengdur um eitt ár þannig að þau gildi fyrir árið 2001. Ráðgert er að sú efnislega endurskoðun sem mælt er fyrir um í 3. gr. laganna verði framkvæmd samhliða heildstæðri endurskoðun sem nú er unnið að á lögum um stjórn fiskveiða á vegum nefndar sem sjávarútvegsráðherra skipaði á grundvelli ákvæðis til bráðabirgða XXVII í lögum um stjórn fiskveiða, nr. 38 15. maí 1990.


Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 38/1998,
um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum

    Tilgangurinn með frumvarpinu er að framlengja gildistíma laga um stjórn veiða úr norsk- íslenska síldarstofninum um eitt ár þannig að þau gildi áfram fyrir árið 2001. Verði frumvarpið óbreytt að lögum veður ekki séð að það hafi áhrif á útgjöld ríkissjóðs.