Ferill 287. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 316  —  287. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um eignarhluti í Landsvirkjun.

Frá Jóhanni Ársælssyni.



     1.      Hverjir eru eigendur Landsvirkjunar og hver er eignarhlutur hvers þeirra?
     2.      Hvaða eignir lögðu eigendurnir fram fyrir sínum eignarhlut, hvenær var það gert og hvert er núvirði eignanna miðað við andvirði þeirra þegar þær voru lagðar inn í Landsvirkjun?
     3.      Hvaða greiðslur hefur Landsvirkjun innt af hendi til eignaraðila? Tegundir greiðslna og upphæðir á núvirði óskast tilgreindar.
     4.      Hafa eigendur Landsvirkjunar á einhvern hátt notið betri kjara en almennir viðskiptavinir, og ef svo er, í hvaða formi og hver er heildarávinningur hvers eignaraðila á núvirði?


Skriflegt svar óskast.