Ferill 244. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 350  —  244. mál.




Svar



utanríkisráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um Kyoto-bókunina.

     1.      Hvaða ríki undirrituðu svonefnda Kyoto-bókun um loftslagsbreytingar árið 1997?
    Kyoto-bókunin við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar var samþykkt samhljóða á þriðja þingi aðildarríkja rammasamningsins 11. desember 1997. Bókunin lá frammi til undirritunar í New York frá 16. mars 1998 til 15. mars 1999. Eftirtalin 84 ríki og ríkjasamband undirrituðu bókunina: Antígva og Barbúda, Argentína, Austurríki, Ástralía, Bandaríkin, Belgía, Bólivía, Brasilía, Bretland, Búlgaría, Chile, Cookeyjar, Danmörk, Egyptaland, Eistland, Ekvador, El Salvador, Evrópubandalagið, Filippseyjar, Finnland, Fídjieyjar, Frakkland, Grikkland, Gvatemala, Holland, Hondúras, Indónesía, Írland, Ísrael, Ítalía, Japan, Kanada, Kasakstan, Kína, Kostaríka, Króatía, Kúba, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malasía, Maldíveyjar, Malí, Malta, Marshalleyjar, Mexíkó, Míkrónesía, Mónakó, Niue, Níger, Níkaragva, Noregur, Nýja-Sjáland, Panama, Papúa, Paragvæ, Perú, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Rússland, Salómonseyjar, Sambía, Samóa, Sankti Lúsía, Sankti Vinsent og Grenadíneyjar, Seychelleseyjar, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Suður-Kórea, Sviss, Svíþjóð, Taíland, Tékkland, Trínidad og Tóbagó, Túrkmenistan, Túvalú, Úkraína, Úrúgvæ, Úsbekistan, Víetnam og Þýskaland.

     2.      Hvaða ríki hafa nú staðfest þessa bókun?
    Eftirtalin 30 ríki höfðu fullgilt eða gerst aðilar að Kyoto-bókuninni 20. nóvember 2000: Antígva og Barbúda, Aserbaídsjan, Bahamaeyjar, Barbadoseyjar, Bólivía, Ekvador, El Salvador, Fídjíeyjar, Georgía, Gínea, Gvatemala, Hondúras, Jamaíka, Kíribatí, Kýpur, Lesótó, Maldíveyjar, Mexíkó, Miðbaugs-Gínea, Míkrónesía, Mongólía, Niue, Níkaragva, Palau, Panama, Paragvæ, Trínidad og Tóbagó, Túrkmenistan, Túvalú og Úsbekistan. Bókunin öðlast gildi 90 dögum eftir að 55 ríki hafa fullgilt hana eða gerst aðilar að henni, enda séu þar á meðal iðnríki sem skráð eru í I. viðauka við rammasamninginn sem losuðu a.m.k. 55% af heildarkoldíoxíðslosun iðnríkja árið 1990.