Ferill 255. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 442  —  255. mál.




Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um ráðningar í stöðu dómara.

     1.      Hvaða stöður dómara við Hæstarétt og héraðsdóma hafa losnað sl. fimm ár?
     2.      Hve margir sóttu um hverja dómarastöðu, skipt eftir kyni?
     3.      Hvernig var hver umsagnarnefnd fyrir sig skipuð, skipt eftir kyni, við ráðningu í hverja stöðu í héraðsdómi á þessu tímabili?
    Á tímabilinu hefur losnað ein staða hæstaréttardómara og átta stöður héraðsdómara.
    Fjöldi umsækjenda um þessar stöður og skipting þeirra, auk umsagnarnefnda, eftir kyni var eftirfarandi:
    Hæstiréttur (2000): 4 umsækjendur, 1 karl og 3 konur.
    Héraðsdómur Reykjavíkur (1996): 17 umsækjendur, 9 konur og 8 karlar, umsagnarnefnd var skipuð 3 körlum.
    Héraðsdómur Austurlands (1997): 7 umsækjendur, 6 karlar og 1 kona, umsagnarnefnd var skipuð 3 körlum.
    Héraðsdómur Reykjaness (1997): 10 umsækjendur, 4 konur og 6 karlar, umsagnarnefnd var skipuð 3 körlum.
    Héraðsdómur Suðurlands (1997): 9 umsækjendur, 4 konur og 5 karlar, umsagnarnefnd var skipuð 3 körlum.
    Héraðsdómur Vestfjarða (1998): 2 umsækjendur, karlar, umsagnarnefnd var skipuð 3 körlum.
    Héraðsdómur Suðurlands (1998): 8 umsækjendur, 3 konur og 5 karlar, umsagnarnefnd var skipuð 3 körlum.
    Héraðsdómur Reykjavíkur (1999): 13 umsækjendur, 6 konur og 7 karlar, umsagnarnefnd var skipuð 3 körlum.
    Héraðsdómur Suðurlands (1999): 13 umsækjendur, 6 konur og 7 karlar, umsagnarnefnd var skipuð 2 körlum og 1 konu.

     4.      Hve margar konur skipa stöðu dómara við Hæstarétt og héraðsdóma og hve hátt hlutfall er það af heildarfjölda dómara og við hvern dómstól fyrir sig?
    Í Hæstarétti skipar 1 kona stöðu dómara og 8 karlar, 11% konur, 89% karlar.
    Í Héraðsdómi Reykjavíkur situr 21 dómari, 8 konur og 13 karlar, 38% konur, 62% karlar.
    Í Héraðsdómi Vesturlands situr 1 karl.
    Í Héraðsdómi Vestfjarða situr 1 karl.
    Í Héraðsdómi Norðurlands vestra situr 1 karl.
    Í Héraðsdómi Norðurlands eystra sitja 2 karlar.
    Í Héraðsdómi Austurlands situr 1 karl.
    Í Héraðsdómi Suðurlands sitja 3 dómarar, 1 kona og 2 karlar, 33% konur og 67% karlar.
    Í Héraðsdómi Reykjaness sitja 7 dómarar, 1 kona og 6 karlar, 14% konur, 86% karlar.